Per mentis geðlækningar

Til okkar leita skjólstæðingar 18 ára og eldri sem þurfa hjálp með greiningu og meðferð á geðrænum vandamálum.

Vinsamlegast athugið að við tökum aðeins við nýjum skjólstæðingum eftir tilvísun frá lækni.

Tilvísunum er forgangsraðað eftir þjónustuþörf og eins margir skjólstæðingar teknir inn og við ráðum við.

Við erum staðsett að Bæjarhrauni 2, 2. hæð til vinstri, 220 Hafnarfirði. Afgreiðslan hefur síma 588 2950 og netfang afgreidsla@gedlaeknir.is

Geðhjúkrunarfræðingur veitir skjólstæðingum stofunnar ráðgjöf í síma 588 2955 (þriðjudaga kl 13-14 og föstudaga kl 11-12) og í netfanginu radgjof@gedlaeknir.is

Við tökum við almennum fyrirspurnum í netfanginu info@gedlaeknir.is. Fyrirspurnum um reikninga skal beina til reikningar@gedlaeknir.is

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 mánuðum síðan

Prentsmiðjan sendi okkur nýtt af öllu...nýja nafnið festist hægt og rólega í sessi. Nýtt skilti komið upp líka. ... Lesa meiraFela

Prentsmiðjan sendi okkur nýtt af öllu...nýja nafnið festist hægt og rólega í sessi. Nýtt skilti komið upp líka.Image attachmentImage attachment+2Image attachment
3 mánuðum síðan

... Lesa meiraFela

3 mánuðum síðan

NÝTT NAFN. Per mentis geðlækningar breytir nú nafni sínu í Per mentis.

Per mentis er latína og þýðir leið hugans, eða í gegnum hugann. Nafnið lýsir starfsemi okkar vel, sem snýst um að styðja fólk á vegferð sinni, styttri eða lengri.

Ástæða nafnabreytingarinnar er að gamla nafnið var einfaldlega úrelt. Það vísaði í eitt mannsnafn og hafði ekki þá breiðu skírskotun sem við höfum vaxið upp í að þurfa.

Það er að mörgu að huga í nafnabreytingu. Ljóst er að gamla nafnið mun halda áfram að sjást víða til að byrja með. Bæklingar, dreifibréf, SMS áminningar, reikningshausar, kortastrimlar, skilti/merkingar og margt fleira er í breytingu.

Fyrirtækið breytir einnig um nafn, verður Per mentis slf. Kennitalan er hins vegar óbreytt, 660813-0550. Þetta er sama fyrirtæki, sama starfsemi undir sama eignarhaldi og stjórn.
... Lesa meiraFela

NÝTT NAFN. Kristófer Sigurðsson geðlæknastofa breytir nú nafni sínu í Per mentis.

Per mentis er latína og þýðir leið hugans, eða í gegnum hugann. Nafnið lýsir starfsemi okkar vel, sem snýst um að styðja fólk á vegferð sinni, styttri eða lengri.

Ástæða nafnabreytingarinnar er að gamla nafnið var einfaldlega úrelt. Það vísaði í eitt mannsnafn og hafði ekki þá breiðu skírskotun sem við höfum vaxið upp í að þurfa.

Það er að mörgu að huga í nafnabreytingu. Ljóst er að gamla nafnið mun halda áfram að sjást víða til að byrja með. Bæklingar, dreifibréf, SMS áminningar, reikningshausar, kortastrimlar, skilti/merkingar og margt fleira er í breytingu.

Fyrirtækið breytir einnig um nafn, verður Per mentis slf. Kennitalan er hins vegar óbreytt, 660813-0550. Þetta er sama fyrirtæki, sama starfsemi undir sama eignarhaldi og stjórn.
5 mánuðum síðan

Eins og er er Elvanse ófáanlegt í öllum styrkleikum og lítið vitað nákvæmlega hvenær það kemur aftur. Við vitum að staðan er erfið fyrir marga en getum því miður ráðlagt lítið annað en að bíða. Hægt er að fylgjast með stöðunni inn á heimasíðu Distica sem er heildsalinn fyrir lyfið og því áreiðnalegar upplýsingar þar. Slóðin er distica.is, valin er flipinn biðlisti og skrifað Elvanse þar. Þeir setja væntanlegar dagsetningar inn með þeim fyrirvara að það geti breyst. Þegar lyfið, eða vissir styrkleikar, detta út af biðlistanum þýðir það að lyfið sé komið í apótek og þá ætti að vera hægt að leysa það út. ... Lesa meiraFela

Sækja fleiri innlegg